Alþjóðastarf

Alþjóðlegt samstarf er grundvallar þáttur í starfsemi SFF. Þrátt fyrir tímabundin gjaldeyrishöft þá starfa íslensk fjármálafyrirtæki í alþjóðlegu umhverfi auk þess sem þau þjónusta fyrirtækjum sem starfa á erlendum mörkuðum. Hagsmunir fjármálafyrirtækja eru oftar en ekki samofnir þó svo þau starfi á ólíkum mörkuðum. Helstu stoðir alþjóðastarfs SFF felst í aðild að Evrópsku bankasamtökunum annarsvegar og Samtökum evrópskra vátryggjenda hinsvegar. Auk þess eiga SFF í nánu samstarfi við systursamtök sín á Norðurlöndunum.