SWIFT

SWIFT er samskiptakerfi fjármálastofnanna og fyrirtækja fyrir stöðluð og örugg fyrirmæli um allar tegundir bankaviðskipta.

Fyrirtækið var stofnað árið 1973 af 239 bönkum í 15 löndum sem sameignarfyrirtæki.  Fjármálastofnannir sem gerast notendur að SWIFT kerfinu geta einnig orðið hluthafar í fyrirtækinu.  Fjöldi hluta fer eftir magni skeytasendinga stofnunarinnar. Markmiðið var að koma á sameiginlegri alþjóðlegri gagnavinnslu og samskiptagrunni fyrir alþjóðlegar fjármálastofnanir. Notendur SWIFT eru nú orðnir yfir 10.800 í meira en 200 löndum. Frekari upplýsingar um SWIFT má finna á www.swift.com

Ísland gerðist aðili að SWIFT í júní 1988.  Í dag eru eftirtalin fjármálafyrirtæki aðilar að SWIFT: Arion banki hf., Íslandsbanki hf, Kvika banki hf., Landsbankinn hf., Seðlabanki Íslands og einnig kortafyrirtækin Borgun hf. og Valitor hf.

Fulltrúar frá þessum aðilum sitja í Lands- og Notendanefnd SWIFT  ( National Member and User Group). Þessi nefnd starfar samkvæmt reglum SWIFT.

Landsnefnd starfar sem fulltrúi íslenskra SWIFT hluthafa gagnvart SWIFT og er einnig vettvangur fyrir umræður og samstarf með SWIFT. Notendanefnd er samstarfsnefnd íslenskra SWIFT notenda.

Nefndirnar eru þátttakendur í  EMEA SWIFT Alliance (ESA) sem er samband smáþjóða innan SWIFT. Tilgangur með þátttöku er að tryggja að sjónarmið íslenskra SWIFT þátttakenda komist á framfæri og að hagsmunum þeirra sé gætt á alþjóðavettvangi.

Nefndarmenn eru: Delia Howser – Arion banki hf. (formaður Landsnefndar), Anna Hilda Guðbjörnsdóttir – Íslandsbanka, Ragnhildur Magnúsdóttir – Kvika banki hf., Auður Bjarnadóttir – Landsbankinn, Salome Birgisdóttir – Seðlabanki Íslands ( formaður Notendanefndar),Bergþóra Karen Ketilsdóttir – Borgun hf., Jóhanna Marta Ólafsdóttir – Valitor hf.

Umsókn um aðild að SWIFT fer fram í gegnum heimasíðu SWIFT.