Peningaþvætti

Hvað er peningaþvætti?

Talað er um að hvítþvo fjármuni eða peningaþvætti þegar uppruni fjárs sem er illa fengið er hulinn eða hann leyndur svo að fjármunanna virðist hafa verið aflað með löglegri starfsemi. Illa fengið fé getur t.d. átt uppruna sinn í fíkniefnabroti, stórfelldu skattabroti eða auðgunarbroti. Með því að leyna uppruna fjárs vegna slíkra brota er komið í veg fyrir að upp komist um eignarhald þessa fjárs en aðilum engu að síður gert kleift að nota það án grunsemda.

Dæmi um þetta má nefna að afrakstur fíkniefnasölu getur verið mikill og yfirleitt um reiðufé að ræða. Ef um umtalsverða fjármuni er að ræða getur verið erfitt fyrir fíkniefnasala að útskýra fyrir fjármálafyrirtæki hvers vegna hann vill leggja svo mikið reiðufé inn á reikning. Á sama hátt myndi t.d. vekja grunsemdir ef hann reyndi að kaupa sér fasteign eða dýra skartgripi með reiðufé.

Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir fíkniefnasalann að þvætta þetta illa fengna fé og láta líta út fyrir að því hafi verið aflað heiðarlega. Hann getur t.d. stofnað rekstur í atvinnugrein sem almennt er viðurkennt að skili miklum tekjum í reiðufé, fært hina illa fengnu fjármuni inn í reksturinn og greitt sér laun eða arð af þeim. Þá fær hann reiðufénu breytt í laun eða arð sem hann getur lagt inn á bankareikning og tekið þaðan út og notað án grunsemda.

Fjármálafyrirtæki eru í fremstu víglínu þegar kemur að vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gegna þar mikilvægu hlutverki viðvörunarkerfis sem er tilkynnir stjórnvöldum um grunsemdir um brot. Auk fjármálafyrirtækja ber fjöldi annarra lögaðila skylda til að tilkynna um grunsamlegt athæfi þegar kemur að peningaþvætti.

Íslensk fjármálafyrirtæki starfa eftir ströngum lögum og reglum sem gilda hér á landi og á hinum sameiginlega fjármálamarkaði Evrópu og snúa að eftirliti með peningaþvætti. Aðildarfélög SFF leggja metnað sinn í að fylgja þeim og hafa á undanförnum misserum eflt varnir sínar í samræmi við auknar kröfu