Málaflokkar

Þeir málaflokkar sem Samtök fjármálafyrirtækja vinna með eru fjölbreyttir og taka breytingum í takt við framþróun fjármálakerfisins á hverjum tíma. Samtökin eru tengiliður aðildarfélaganna við stjórnvöld, eftirlitsaðila og aðrar stofnanir hagkerfisins. Samtökin eru regnhlífarsamtök ólíkra fjármálafyrirtækja sem starfa í ólíkum geirum á borð við tryggingastarfsemi, almenna bankastarfsemi, fjárfestingarbankastarfsemi, verðbréfastarfsemi og, kortaútgáfu svo að einhver dæmi séu tekin. Þar af leiðandi liggja þræðirnir víða. Aðildarfélög SFF starfa í alþjóðlegu umhverfi og þar af leiðandi þurfa SFF að fylgjast grannt með breytingum á regluverki á Evrópska efnahagssvæðinu og taka samtökin þátt í hagsmunagæslu fyrir aðildarfélögin á þeim vettvangi með þátttöku í Evrópsku bankasamtökunum og Samtökum evrópskra tryggingarfélaga.