Vinnustofa um fjármálalæsi á Akureyri

17. maí 2013

Frá einum af vinnustofum SFF um fjármálalæsi.

Þann 15. Maí stóðu SFF ásamt starfshópi menntamálaráðuneytisins fyrir vinnustofu um fjármálafræðslu barna og ungmenna. Vinnustofan var haldin á Akureyri og voru þátttakendur framlínustarfsfólk í fjármálafyrirtækjum fyrir Norðan  og kennarar úr þeim skólum á Norðurlandi sem taka þátt í sérstöku tilraunarverkefni um eflingu fjármálalæsis. Vinnustofan er hugsuð sem vettvangur til að brúa bil milli kennslu í fjármálalæsi og helstu vandamála sem fólk stendur frammi fyrir í fjármálum.


Helstu niðurstöður vinnustofunnar voru að rekja megi helstu fjármálavandamál ungs fólks megi rekja til þekkingarleysis og að skortur á fjármálalæsi meðal foreldra hafi jafnframt áhrif á þann vanda. Þátttakendur voru sammála um að ungt fólk væri almennt skeytingarlaust gagnvart fjármálum sínum og sýndi lítinn hvata til þess að leggja fyrir og þar af leiðandi væri nauðsynlegt að efla formlega fjármálafræðslu.


Stýrihópur um verkefnið um eflingu fjármálalæsis hefur verið starfandi um nokkra hríð en þann 14. janúar síðastliðinn undirrituðu Höskuldur H. Ólafsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, samning um aðgerðir til að efla fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Samkvæmt samningnum munu SFF fjármagna verkefnið en það snýst um tilraunakennslu í fjármálafræðslu í fjórum