Viðskiptavinir fjármálafyrirtækja hugi að upplýsingaöryggi

02. desember 2013

Vegna upplýsingastuldar frá Vodafone vilja Samtök fjármálafyrirtækja árétta mikilvægi þess að viðskiptavinir fjármálafyrirtækja hugi ávallt að upplýsingaöryggi sínu.

SFF beina því til þeirra viðskiptavina sem mögulega hafa notað sama lykilorð í netbanka og á vefsíðu Vodafone að skipta tafarlaust um lykilorð í netbönkum.

SFF beina því til viðskiptavina sinna að senda aldrei skilaboð sem innhalda upplýsingar um lykilorð, kreditkortanúmer eða aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar í SMS skilaboðum eða tölvupósti. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að nota aldrei sama lykilorð fyrir mismunandi vefsíður auk þess sem öruggara er að viðskiptavinir skipti reglulega um lykilorð.

SFF minnir á gátlista um netöryggi á vefsíðu SFF en hann er aðgengilegur hér.