Vel sóttur fundur um fjármögnun smærri fyrirtækja

14. mars 2014

Mikill áhuga var á fundinum.

Um 80 manns sóttu fund Litla Íslands um fjámörgnun lítilla fyrirtækja sem fram fór í morgun í Húsi atvinnulífsins. SFF er einn af bakjörlum Litla Ísland ásamt öðrum aðildarfélögum SA.Fulltrúar frá Arion banka, Íslandsbanka, Landsbanka og MP banka fóru þar yfir þjónustu sem sniðin er að litlum fyrirtækjum. Fundurinn er liður í fundaröð Litla Íslands sem stendur fram til vors. Litla Ísland hefur bent á að stóra lausnin í atvinnumálum þjóðarinnar sé smá - en lítil fyrirtæki hafa hug á að skapa allt að 14.000 ný störf á næstu 3-5 árum samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins. Ljóst er að fjármálafyrirtæki munu gegna mikilvægu hlutverki til að þessi sýn verði að veruleika. Nánari umfjöllun um fundinn ásamt glærukynningum má finna á heimasíðu SA, hér.

Viðskiptablaðið gerði fundinum einnig skil og nálgast má þá umfjöllun hér.