Vel sótt ráðstefna um rafrænar þinglýsingar

11. janúar 2013

Frá málstofunni

Fjöldi starfsmanna aðildarfélaga SFF sóttu málstofu um rafrænar þinglýsingar sem samtökin stóðu fyrir ásamt Þjóðskrá Íslands. Tilefni málstofunnar var að um nokkur skeið hefur verið starfandi stýrihópur skipaður fulltrúum frá Þjóðskrá Íslands, fjármálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu sem vinnur að verkefni um þinglýsingu rafrænna veðskjala.  Á málstofunni voru Margrét Hauksdóttir, aðstoðarforstjóri Þjóðskrá,  Ásta Sólveig Andrésdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Þjóðskrá Íslands, Ásta Guðrún Beck, lögfræðingur hjá Þjóðskrá og Sigurjón Friðjónsson, forstöðumaður tölvusviðs Þjóðskrá, með kynningar.  Fjallað var um sögu og stöðu verkefnisins, verkferla og virkni rafrænnar þinglýsingar og tæknihlið og samskipti.  Fundarstjóri var Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF. Mæting á málstofuna var mjög góð en um fimmtíu manns mættu til að hlusta á erindin og það endurspeglar umtalsverðan áhuga á málinu. Að loknum erindum fóru fram líflegar umræður um rafrænar skráningar og stöðu þess verkefnis.

Erindin af málstofunni er aðgengileg á gagnasafni SFF:

Erindi Ástu Sólveigar Andrésdóttir og Ástu Guðrúnar Beck

Erindi Sigurjóns Friðjónssonar

Erindi Margrétar Hauksdóttir