Vefútsending frá ársfundi EBF

19. mars 2013

Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórn ESB, flytur ávarp við lok ráðstefnunnar.

Bein vefútsending verður frá Ársfundi Evrópsku banksamtakana sem fer fram á morgun, miðvikudaginn 20. mars. Útsendingin er aðgengileg á heimasíðu samtakanna..  Fundurinn í ár er helgaður áhrifum fjármálafyrirtækja á hagvöxt og munu þungavigtarmenn úr evrópska fjármálageiranum auk áhrifamanna úr embættiskerfi ESB taka þátt í röð pallborðsumræðna sem eru helgaðar afmörkuðum þáttum umfjöllunarefnisins.

Fundurinn hefst 8:45 og stendur fram til 15:30 að íslenskum tíma.  Christian Clausen, formaður EBF og bankastjóri Nordea samstæðunnar opnar ráðstefnuna og síðan mun forseti ráðherraráðs ESB, Herman Von Rompuy.  Síðan taka við pallborðsumræður.  Fyrsta pallborðsumræðan verður helguð spurningunni um hvort að hagvöxtur og efnahagslegur stöðugleiki geti farið saman, önnur beinir sjónum að hvort hægt sé að finna jafnvægispunkt á milli hagvaxtar og skilvirks eftirlits, þriðja pallborðsumræðan mun fjalla um þær áskoranir sem fjármálakerfið stendur frammi fyrir varðandi fjármögnun atvinnulífs.  Í lok ráðstefnunnar munu bankastjóri  Société Générale og stjórnarformenn RBS og UBS velta fyrir sér hvernig evrópskir bankar muni mæta aukinni reglubyrði og áhrifum þess á neytendur. Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórn ESB, flytur ávarp við lok ráðstefnunnar.

Dagskrá fundarins er hægt að nálgast hér.

Tengill á vefútsendingu, sjá hér.