Vaxtamunur hefur minnkað

31. janúar 2015

Vaxtamunur bankakerfisins hefur farið minnkandi frá árinu 2012. Þetta kemur fram í grein Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings SFF, sem birt er á heimasíðu samtakanna. Í greininni bendir Yngvi á að sá mælikvarði sem eftirlitsaðilar á borð við Seðlabanka Íslands nota á þróun vaxtamunar sé hlutfall hreinna vaxtatekna miðað við eignir eða meðalstöðu eigna á því tímabili sem vaxtatekjur féllu til. Þessi mælikvarði er jafnframt notaður í alþjóðlegum samanburði á vaxtamun. Samkvæmt honum hefur vaxtamunurinn á Íslandi minnkað undanfarin ár eins og fram kemur í nýlegri greiningu efnahagssviðs SA á samkeppishæfni bankakerfisins. Yngvi minnir á í greininni að bankar og sparisjóðir fjármagni sig með fjölbreyttum hætti og þar af leiðandi sé ekki hægt að einblína á óbundin innlán í slíkum samanburði. Einnig bendir hann á að grunnvextir útlána ekki alla söguna þar sem kjör lána ráðast af grunnvöxtum og kjörvaxtaálagi. Kjörvaxtaálagið ræðst af mati á viðkomandi viðskiptavini og þeim tryggingum sem lagðar eru fram sem veð við lántöku.