Vátryggingastarfsmenn hljóta vottun

17. apríl 2015

Þann 16. apríl útskrifuðust 17 starfsmenn tryggingafélaganna úr námi til vottunar vátryggingastarfsmanna við Opna háskólann. Þetta er í annað sinn sem útskrifað er úr náminu og hafa nú 39 starfsmenn hlotið slíka vottun.

Á útskriftarathöfninni ávarpaði Þóra Hallgrímsdóttir, lögfræðingur og aðalleiðbeinandi námsins, útskriftarnemana og sagði þá búa yfir miklum metnaði og hvatti áfram til frekari dáða.

Góð reynsla af námi til vottunar fjármálaráðgjafa varð til þess að skipulagi Tryggingaskólans var breytt fyrir tveimur árum,  en þá hófu fyrstu starfsmenn tryggingafélaganna nám til vottunar vátryggingastarfsmanna við Opna háskólann.

Á myndinni eru, talið efst frá vinstri: Eyþór Sverrisson, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Viðar Guðmundsson, Kristinn Hreinsson, Magnús Þorvaldsson, Guðmundur Birgir Guðmundsson.

Neðri röð frá vinstri: Sif Gylfadóttir, Snorri Guðmundsson, Kristín Guðjónsdóttir, Bryndís Hjartardóttir, Erna Karen Stefánsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Linda María Vilhjálmsdóttir, Gylfi Gylfason.