Vátryggingafélögin styrkja Slökkviliðið

15. nóvember 2012

Guðjón Rúnarsson og Jón Viðar Matthíasson innsigla samkomulagið.

Vátryggingafélögin styðja Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um 10 milljónir króna í ár. Með styrknum vilja vátryggingafélögin á Íslandi efla starf Slökkviliðsins þegar kemur að björgun verðmæta frá vatnsskemmdum í eldsvoðum sem og styrkja viðbrögð þess við bráðaútköllun vegna vatnsstjóna.  Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF, undirrituðu samning þessa efnis í dag í höfuðstöðvum Slökkviliðsins.