Umhverfisverðlaun atvinnulífsins

13. ágúst 2019

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019 verða afhent miðvikudaginn 9. október fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram í Hörpu á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin. SFF er eitt þeirra aðildarfélaga SA sem standa að Umhverfisdeginum.

Óskað er eftir tilnefningum fyrir 7. september nk. með tölvupósti á sa@sa.is merktum: „Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins“.

Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verður umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins verðlaunað. Hér er hægt að fræðast nánar um verðlaunin.

Umhverfisdagurinn verður svo haldinn miðvikudaginn 9. október í Hörpu. Meðal ræðumanna verður Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur hjá Íslandssjóðum, en hann mun fjalla um fjárfestingar með hliðsjón af loftlagsbreytingum. Hér má skoða nánari dagskrá og skrá þátttöku.