Um öryggi hraðbanka

12. ágúst 2010

Í ljósi upplýsinga frá lögreglu um óprúttna aðila sem hafa verið á kreiki við hraðbanka og reyna að ná PIN-númerum og öðrum kortaupplýsingum af fólki, vilja Samtök fjármálafyrirtækja minna korthafa á að gæta alltaf fyllstu varkárni við hraðbanka og hafa jafnan eftirfarandi atriði í huga:

  • Verndaðu PIN númerið þitt mjög vel og gættu þess að enginn sjái innsláttinn.
  • Ekki þiggja aðstoð ókunnugra í eða við hraðbanka.
  • Ekki afhenda öðrum kortið þitt undir nokkrum kringumstæðum.
  • Hafðu sjálfur samband við þjónustuborð viðskiptabanka þíns eða kortafyrirtækis ef þú lendir í vandræðum með úttekt í hraðbanka. Ekki þiggja aðstoð einhvers sem býðst til þess að hringja fyrir þig.
  • Hættu við úttekt og komdu síðar ef þú verður var/vör við grunsamlegar mannaferðir við hraðbankann.
  • Láttu loka kortinu þínu ef þú telur hugsanlegt að upplýsingar hafi komist í hendur annarra.

Ýtarlegri öryggisreglur við notkun hraðbanka má nálgast hér á heimasíðu SFF.