Tugþúsundir nýta sér úrræði fjármálafyrirtækja

15. október 2010

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa að beiðni félags- og tryggingamálanefndar Alþingis tekið saman upplýsingar um skuldir almennings miðað við 1. október 2010. Þessar upplýsingar voru kynntar fyrir nefndinni í morgun. Hér er að finna samandregnar upplýsingar úr þeirri kynningu.

Almennar lausnir - íbúðalán

51% skuldara eða 46.395 lántakendur verðtryggðra íbúðalána hafa nýtt sér greiðslujöfnun.

1.599 lántakendur eru nú að nýta sér frystingarúrræði. Fjölmargir hafa nýtt það úrræði tímabundið.

2.522 lánþegar hafa nýtt sér greiðslujöfnun á erlendum lánum.

1.529 hafa fengið lækkun höfuðstóls á erlendum húsnæðislánum.

1.300 hafa fengið lækkun höfuðstóls á verðtryggðum húsnæðislánum.

1.510 hafa nýtt sér svokallaða 110% aðlögun höfuðstóls.

Sértækar lausnir - íbúðalán

Um 450 manns hafa leitað eftir sértækri skuldaaðlögun. Þann 1. október voru 345 mál í vinnslu hjá aðildarfélögum SFF.

Bílalán

50.697 einstaklingar eða hjón eru með bílalán.

32.935 lántakendur eru með myntkörfulán og eiga von á endurútreikningi.

Á bilinu 60-75% lántakenda fá greiðsluseðila um næstu mánaðamót miðað við endurútreikning.

4.802 hafa nú þegar nýtt sér höfuðstólslækkun.

7.412 hafa nýtt sér greiðslujöfnun.

3.667 hafa fengið lækkun greiðslna ásamt lengingu lánstíma.

Stærstur hluti lána einstaklinga við bankakerfið í skilum

88% lána einstaklinga í bankakerfinu voru í skilum þann 1. október síðastliðinn. Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig vanskil skiptast eftir aldurshópum og fjölskyldustærð.

 

Samtals vanskil umfram 60 daga: 12%

Heildarútlán ISK 1.10.2010

 

 

 

Aldur

Hlutfall af heildarfjölda

Hlutfall hóps í

90+ d. vanskilum

Hlutfall aldurshóps í 60-90 d. vanskilum

18-29

20,5%

11,0%

1,7%

30-39

23,5%

12,0%

2,4%

40-59

40,1%

11,2%

1,3%

60+

15,9%

5,1%

0,7%

Fjölskyldustærð

Hlutfall af heildarfjölda

Hlutfall hóps í

90+ d. vanskilum

Hlutfall hóps í

60-90 d. vanskilum

1-2

66,5%

11,0%

1,7%

3-4

26,6%

8,0%

1,3%

5-6

6,7%

9,8%

1,3%

 

Af þeim 88% sem eru í skilum með lán sín í bankakerfinu hefur umtalsverður fjöldi skuldara nýtt sér þau úrræði sem í boði eru. Samantekt yfir þau úrræði má finna í þessu skjali.

 

Viðskiptavinir vilja standa í skilum

Þó svo að langflestir viðskiptavina fjármálafyrirtækja  standi í skilum er alveg ljóst að staðan hefur þrengst hjá mörgum og er enn að þrengjast. Þessi staða er mikið áhyggjuefni. Starfsfólk SFF og einstakra aðildarfélaga eiga í samstarfi við stjórnvöld  um að einfalda og útvíkka skuldaaðlögun fyrir einstaklinga.   Í því sambandi er afar mikilvægt að mati SFF að öll ferli sem tengjast slíkri skuldaaðlögun verði einfölduð jafnt hjá fjármálafyrirtækjum sem og  hjá öðrum kröfuhöfum, þ.á.m. hjá opinberum aðilum.

Sértæk skuldaaðlögun of flókin og seinvirk

Það liggur ljóst fyrir að ferlið sem viðskiptavinum fjármálafyrirtækja  var boðið upp á undir heitinu sértæk skuldaaðlögun er  of flókið og seinvirkt. Takist að einfalda ferlið út frá hagsmunum viðskiptavina er ljóst að þessi afgreiðsla getur gengið mun hraðar fyrir sig. 

 

Skuldaúrræði fyrir einstaklinga frá október 2008 til dagsins í dag

Hér að neðan má sjá upptalningu á helstu skuldaúrræðum sem hafa staðið viðskiptavinum  fjármálafyrirtækja til boða frá október 2008 til október 2010. Hvert og eitt fjármálafyriræki býður uppá margvísleg úrræði en útfærsla og framboð úrræða getur verið mismunandi milli fjármálafyrirtækja.

·         Greiðslujöfnun: Stendur öllum til boða sem eru með verðtryggð lán með veði í fasteign og/eða fasteignalán í erl. myntum.  Skilyrði er að lánið sé í skilum á umsóknardegi.

·         Vaxtagreiðslur: Stendur þeim til boða sem ekki hafa skilmálabreytt áður.  Veittir eru allt að 12 vaxtagjalddagar.

·         Lenging lánstíma: Stendur öllum til boða.  Hægt er að sækja um lengingu lánstíma t.d. 25 ára lán um 15 ár og 40 ára lán um allt að 15 ár.

·         Jöfnun afborgunum breytt í jafnar greiðslur: Stendur öllum til boða.  Léttir greiðslubyrði.

·         Lánað fyrir vanskilum: Endurfjármögnun sem stendur flestum til boða ef ljóst þykir að viðskiptavinurinn hefur raunverulegan hag af úrræðinu þe. lendir ekki í sama farinu aftur.

·         Lækka yfirdráttinn: Viðskiptavini gefinn kostur á að greiða upp yfirdráttinn á allt að 36 mánuðum með reglulegum mánaðarlegum greiðslum gegn lægri útlánsvöxtum bankans.

·         Vanskilum bætt við höfuðstól: Endurfjármögnun sem stendur flestum til boða ef ljóst þykir að viðskiptavinur hefur raunverulegan hag af úrræðinu þ.e. lendir ekki í sama farinu aftur.

·         Frysting: Ætlað þeim sem hafa orðið fyrir atvinnumissi, verulegri tekjuskerðingu, langvarandi veikindum og/eða öðrum ófyrirséðum atvikum.  Afborganir og vextir af íbúðalánum eru fryst í allt að 12 mánuði í senn.

·         Frysting vegna sölutregðu: Fyrir þá sem eru með tvær eignir (seinni keypta eftir 1.júlí 2006).  Íbúðalán á 1. veðrétti annarrar eignarinnar fryst á meðan á söluferli stendur. Léttir greiðslubyrði á meðan reynt er að selja aðra eignina.  Veitt til allt að 12 mánaða í senn.

·         Tímabundin föst greiðsla: Í stað þess að frysta  afborganir og vexti af íbúðalánum semur viðskiptavinur um að greiða fasta upphæð mánaðarlega í allt að 12 mánuði í senn. Nákvæm útfærsla á lágmarksgreiðslu er mismunandi eftir bönkum.

·         Fastar greiðslur/fast.lána í erl. mynt: Lausnin felur í sér tímabundið úrræði þar sem viðskiptavinum er boðið að greiða mánaðarlega 5.000 kr. af hverri milljón af upphaflegum höfuðstól fasteignalána í erlendri mynt fram til mars 2011 eða þar til endurútreikningur hefur farið fram.  Sem dæmi má nefna að greiðsla af upphaflegu 20 milljón kóna láni verður til bráðabirgða 100 þúsund krónur á mánuði.

·         Myntvelta, framlenging: Yfirdráttarheimildina má framlengja í 3 mánuði í senn, með því skilyrði að vextirnir verða greiddir á meðan.

·         Höfuðstólslækkun: Lækkun felur í sér breytingu erlendra fasteignalána yfir í verðtryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum krónum eða uppgreiðslu. Höfuðstóll lánsins lækkar að meðaltali um 25%. Lækkunin er háð því hversu langur tími er eftir af umsömdum lánstíma. Nákvæm útfærsla er mismunandi hjá þeim bönkum sem bjóða uppá úrræðið. 

·         110% aðlögun íbúðalána[1]: Viðskiptavinum er boðið að færa veðlán þe. fasteigna-lán/lánssamninga í erlendum myntum og íbúðarlán niður í 110% veðhlutfall af markaðsvirði eignar sinnar.  Viðskiptavinurinn heldur áfram að greiða af öllum samningskröfum. Skilyrði að lán í erlendum myntum sé breytt í lán í íslenskum krónum.  Endanleg útfærsla er mismunandi eftir bönkum.

·         Sértæk skuldaðlögun:  Lán löguð að greiðslugetu skuldara svo hann geti haldið hóflegu íbúðarhúsnæði, einni bifreið og haft eðlilega framfærslu miðað við fjölskyldustærð samkvæmt viðmiðum bankans.  Úrræðið hentar ekki þeim sem misst hafa vinnu og/eða orðið fyrir öðrum ófyrirséðum atvikum. Samningurinn stendur til þriggja ára og að þeim tíma loknum er hluti af eftirstöðvum skulda afskrifaður.

·         Opinber greiðsluaðlögun samningskrafna:  Tekur eingöngu til samningskrafna.  Ætlað þeim sem ekki geta um ófyrirséða framtíð staðið undir skuldbindingum sínum.  Sótt er um úrræðið hjá héraðsdómi sem skipar viðkomandi umsjónarmann.  Umsjónarmaður sér um að stilla upp greiðsluáætlun(hvaða kröfur skal greiða og/eða afskrifa) sem lögð er fyrir alla kröfuhafa. 

·         Tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna: Tekur eingöngu til fasteignaveðkrafna.  Ætlað þeim sem ekki geta nýtt sér þau greiðsluerfiðleikaúrræði sem eru í boði í bönkum/sp.sj.  Óska þarf eftir úrræðinu (td. með aðstoð Umboðsmanns skuldara) í gegnum héraðsdóm sem skipar viðkomandi umsjónarmann.  Umsjónarmaður sé um að stilla upp greiðsluáætlun (hvaða kröfur skal greiða og/eða afskrifa) sem lögð er fyrir alla kröfuhafa.

·         Tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir: Einstaklingur sem greiðir fasteignaveðkröfur af tveimur fasteignum vegna kaupa á fasteign sem ætluð var til að halda heimili getur óskað eftir því að ráðstafa annarri eigninni til veðhafa. Nánari útfærslu má finna í lögum nr. 103/2010.

 

Tölur í samantektum hér að framan byggja á upplýsingum frá Arion banka, Byr, Íslandsbanka, Landsbanka, TM, Avant, Lýsingu og SP fjármögnun.[1] Íbúðalánasjóður býður ekki uppá 110% aðlögun íbúðalána nema í gegnum sértæka skuldaaðlögun.Tugþúsu