Tryggingafélög umsvifamestu fjárfestar Evrópu

13. júní 2013

Rannsókn sem var gerð af Evrópsku tryggingasamtökunum og ráðgjafarfyrirtækinu Oliver Wyman sýnir að evrópsk tryggingafyrirtæki eru stærstu stofnanafjárfestar álfunar. Samkvæmt skýrslunni eru evrópsk tryggingafyrirtæki með eignir að andvirði 8,5 billjónir evra í stýringu.

Í rannsókninni er bent á að fyrirsjáanleg endurfjármögnunarþörf evrópskra hagkerfa og banka verði  á bilinu 4 til 5 billjónir evra á næstu árum. Í frétt um rannsóknina á heimasíðu Evrópsku tryggingasamtakanna er haft eftir Sergio Balbinot, forseta samtakanna,  að auk hefðbundinnar starfsemi gegni tryggingafélög mikilvægu hlutverki í evrópsku efnahagslífi þar sem að þau hafa stöðuga fjárfestingagetu og séu því mikilvæg uppspretta fjármagns fyrir opinberan rekstur og einkafyrirtæki.