Þarft þú að skila skattframtali í Bandaríkjunum?

02. júlí 2014

Frá og með 1. júlí þurfa íslensk fjármálafyrirtæki að safna fyrir bandarísk skattayfiröld upplýsingum um eignir sem bandarískir skattgreiðendur eiga á reikningum á Íslandi.Ástæðan fyrir þessu er að þá taka gildi ákvæði bandarísku FATCA-laganna (Foreign Account Tax Compliance Act). Til þess að kynna málið fyrir viðskiptavinum aðildarfélaganna, sem kunna að falla undir FATCA, hafa SFF tekið saman upplýsingablað þar sem helstu þættir málsins eru reifaðir. Það verður aðgengilegt á heimasíðu SFF sem og heimasíðum aðildarfélaganna . Upplýsingablaðið má nálgast hér. Þeir sem vilja kynna sér málið með ítarlegri hætti er bent á skýrslu starfshóps sem fjármálaráðherra skipaði  til að undirbúa gerð samnings um upplýsingaskipti við bandarísk stjórnvöld vegna FATCA. Íslensk stjórnvöld eru tilbúin til að gera FATCA samning við bandarísk stjórnvöld og hafa fengið vilyrði fyrir því að af því verði fljótlega. Skýrsluna má nálgast hér.