Stofnefnahagsreikningur Arion banka

21. nóvember 2009

Hagnaður eftir skatta 4,8 milljarða króna

 • Hagnaður eftir skatta nam 4,8 ma.kr. á tímabilinu 22. október til 31. desember 2008.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 4,2 ma.kr. og hreinar þóknunartekjur 1,3 ma.kr.
 • Rekstrartekjur voru alls 31,4 ma.kr. á tímabilinu, þar af 31,1 ma.kr. gengishagnaður sem skýrist af 6,8% veikingu íslensku krónunnar gagnvart gengisvísitölu Seðlabanka Íslands og neikvæðum gjaldeyrisjöfnuði bankans. Á móti gengishagnaði kemur aukin virðisrýrnun útlána í erlendri mynt vegna skertrar greiðslugetu þeirra lánþega sem hafa eingöngu tekjur í íslenskum krónum.
 • Virðisrýrnun útlána og krafna á tímabilinu nam 19,7 ma.kr.
 • Gjaldfærður kostnaður bankans vegna skuldbindingar við Tryggingarsjóð innstæðueiganda og fjárfesta nam 2,97 ma.kr.
 • Tekjuskattur nam 766 m. kr., þar af koma til greiðslu tæpar 600 m. kr. á árinu 2010.
 • Eiginfjárhlutfall bankans (CAD hlutfall) nemur 9,5% í árslok 2008 en að teknu tilliti til innbyggðra gengisvarna er hlutfallið 10,8% Lögbundið lágmark er 8%.
 • Arðsemi eigin fjár var 39,4% miðað við heilt ár.
 • Hagnaður á hlut var 0,38 krónur.
 • Kostnaðarhlutfall bankans var 19,5%. Að teknu tilliti til gengishagnaðar og óreglulegra liða í kostnaði er kostnaðarhlutfallið 49,5%.
 • Heildareignir voru 641,2 ma.kr. í lok ársins.
 • Eigið fé nam 76,9 ma.kr. í lok árs 2008.

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka:

 • „Við fögnum því að endurskoðuðu uppgjöri Nýja Kaupþings banka hf. (nú Arion banka) fyrir árið 2008 er lokið. Uppgjörið staðfestir að bankinn hefur fest sig í sessi sem öflugt fjármálafyrirtæki sem er vel í stakk búið til að þjónusta íslensk heimili og fyrirtæki. Þá var styrkum stoðum skotið undir hinn nýja banka með samningnum milli íslenska ríkisins og skilanefndar Kaupþings í september sl. þar sem fjármögnun og lausafjárstaða hans var tryggð.

Efnahagsreikning Arion banka má nálgast hér.

Fréttatilkynningu Arion banka má einnig nálgast hér.