Stjórn EBF um endurskoðun evrópskra fjármálamarkaða

16. apríl 2010

Stjórn Evrópsku bankasamtakanna (EBF) hefur í dag sent frá sér yfirlýsingu varðandi breytingar á regluverki og starfsumhverfi banka í kjölfar fjármálakrísunnar. Meðfylgjandi er yfirlit yfir helstu atriði úr fréttatilkynningu EBF og tengill á upprunalegu fréttatilkynninguna á enskri tungu:

  • Stjórn EBF telur mikilvægt að bankar í Evrópu dragi lærdóm af fjármálakrísunni og styðji endurskoðun á regluverki, fjármálaeftirliti, áhættustýringu og eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækja.
  • Stjórn EBF hvetur til þess að áhrif umbóta á efnahagskerfinu, fjármagnsmörkuðum og bankakerfinu séu vandlega metin áður en breytingar séu innleiddar. Þá sé mikilvægt að vinnuferlið sé gagnsætt og opið fyrir sjónarmiðum fjármálakerfisins áður en ákvarðanir um endanlega mynd umbóta eru teknar.
  • Stjórn EBF telur mikilvægt að breytingar séu gerðar í samstíga skrefum um allan heim til að styðja betur við bata efnahagslífsins og tryggja jafnan samkeppnisgrundvöll á fjármálamörkuðum.
  • Stjórn EBF hefur áhyggjur af því að ef of langt verði gengið í auknu eftirliti, þrengri lausafjárstýringu og eiginfjárkröfum muni það hafa neikvæð áhrif á getu fjármálafyrirtækja til að veita hagkerfinu nauðsynlega fyrirgreiðslu sem aftur mun draga úr hraða efnahagsbatans.
  • Stjórn EBF undirstrikar vilja evrópskra banka til að eiga í nánu samstarfi við reglugerðarsmiði og eftirlitsaðila um að koma á sterku og skilvirku fjármálakerfi sem eykur fjármálastöðugleika í Evrópu.

Upprunalega fréttatilkynningu EBF má nálgast hér.