Starfsmannafjöldi aðildarfélaga SFF

11. apríl 2011

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) birta staðlaða tölfræðisöfnun um starfsmannahald sem nær til allra aðildarfélaga SFF. Markmiðið er að safna upplýsingum tvisvar á ári um fjölda virkra starfsmanna, greidd stöðugildi og aldursskiptingu starfsfólks og birta á vef samtakanna. Eingöngu eru taldir starfsmenn sem eru virkir í starfi og ekki í langtímaleyfi eða fæðingarorlofi. Ekki eru taldir með starfsmenn í ræstingu eða mötuneyti.

Árið 2010 voru 4620 virkir starfsmenn hjá aðildarfélögum SFF í 4451 stöðugildum og lækkaði fjöldi stöðugilda um 2% frá árinu 2009. Í lok árs 2010 voru um 3343 starfandi hjá viðskiptabönkum, 139 í sparisjóðum,  616 í vátryggingafélögum og 522 hjá fjármálafyrirtækjum í annars konar fjármálastarfsemi (þ.e. kortafyrirtæki, eignaleigur, verðbréfafyrirtæki og fjárfestingarbankastarfsemi). Um 500 sumarstarfsmenn voru ráðnir sumarið 2010 sem er svipaður fjöldi og sumarið 2009.

Nákvæmari sundurliðun á starfsmannafjölda og skiptingu niður á einstaka geira innan SFF árið 2010 má nálgast hér.