Stafræna byltingin - tækifæri og áskoranir: SFF-dagurinn 2015

20. nóvember 2015

SFF-dagurinnn verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember. Dagurinn er helgaður þeirri umbyltingu á stafrænni tækni sem er að eiga sér stað í heiminum og hvaða áhrif hún hefur á  stöðu fjármálafyrirtækja. Á ráðstefnunni munu erlendir og íslenskir sérfræðingar velta upp spurningum um  hvaða áskoranir fjármálafyrirtæki standa frammi fyrir vegna framþróunar stafrænnar tækni og hvaða sóknarfæri eru að finna.

Meðal ræðumanna verða sérfræðingar frá ráðgjafarfyrirtækjunum McKinsey og Deloitte. Henrik Andersson, sérfræðingur frá McKinsey, mun fjalla um hvernig umbreyting stafrænnar tækni er að breyta hegðun og neyslumynstri almennings og hvaða áhrif það hefur á fjármálafyrirtæki og þjónustu þeirra við viðskiptavini. Rob Galaski, sérfræðingur hjá Deloitte í Kanada og einn af höfundum skýrslunnar The Future of Financial Services - How disruptive innovations are reshaping the way financial services are structured, provisioned and consumed, mun gera grein fyrir helstu niðurstöðum hennar.

Auk þeirra munu Steinþór Pálsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, og Ólöf Nordal, ávarpa ráðstefnuna. Í lokin verða pallborðsumræður þar sem að Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka, Elísabet Halldórsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Icelandair, Erna Ýr Öldudóttir, vörustjóri hjá Novomatic, Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania og Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, munu fara yfir málin. Bryndis Alexandersdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Meniga, stjórnar pallborðsumræðum.

Martha Eiríksdóttir, stjórnarkona í atvinnulífinu, fer með fundarstjórn.

Ráðstefnan hefst klukkan 14:00 og fer fram í höfuðstöðvum Arion banka við Borgartún.
 

Dagskrána má nálgast hér. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á ráðstefnuna hér.