Sóknarfæri í sameiginlegum rekstri grunnkerfa

06. nóvember 2015

Um 100 manns sóttu ráðstefnu Samtaka fjármálafyrirtækja um sóknarfæri í sameiginlegum rekstri grunnkerfa sem fór fram í morgun. Ráðstefnan var haldin til þess að kynna úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman vann fyrir SFF um hvernig staðið er að sameiginlegum rekstri grunnkerfa fjármálamarkaða í nágrannalöndunum og hvaða  tækifæri séu til hagræðingar í þeim efnum á Íslandi.

Á ráðstefnunni kynnti Kristrún Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Oliver Wyman í Svíþjóð, niðurstöður úttektarinnar. Í kjölfarið fór svo Jenny Winter, yfirmaður þjónustu- og þróunarsviðs Bankgirot í Svíþjóð yfir starfsemi fyrirtækisins og samkeppnisumhverfið sem það starfar í. Bankgirot er að stofni til sambærilegt fyrirtæki og Reiknistofa bankanna og er það í eigu sjö stærstu banka Svíþjóðar.

Að lokinni framsögu þeirra tóku við pallborðsumræður. Í pallborðinu sátu ásamt Kristrúnu Guðrún Þorleifsdóttir skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Már Guðmundsson Seðlabankastjóri, Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans og Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri rekstrar Sjóvá.Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, stjórnaði fundi og stýrði pallborðsumræðum

Glærurnar með erindi Kristrúnar má nálgast hér.

Glærurnar með erindi Jenny Winther má nálgast hér.