Skrifað undir kjarasamning við SFF

08. september 2015

Samtök atvinnulífsins skrifuðu í dag undir kjarasamning við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF). Samningurinn gildir til ársloka 2018 en skrifað er undir með fyrirvara um samþykki félagsmanna SSF. Samkvæmt heimasíðu SSF er stefnt að því að greiða atkvæði um kjarasamninginn dagana 11. til 16. september.