Sjúkdómatryggingar skattfrjálsar

14. apríl 2011

Alþingi lauk í dag umfjöllun sinni um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. Frumvarpið var samþykkt með 43. atkvæðum en 6 sátu hjá.

Breytingin felur það í sér að sjúkdómatryggingar verða skattfrjálsar bæði til fortíðar og framtíðar. Lögin öðlast þegar gildi og er hægt að nálgast texta laganna hér.