SFF leita að lögfræðingi

19. febrúar 2019

Í starfinu felst fjölbreytt samstarf við aðildarfélög SFF svo sem vegna innleiðingar EES-gerða á fjármálamarkaði,  gerð umsagna um þingmál og stjórnvaldsfyrirmæli og samskipti við eftirlits- og stjórnsýslustofnanir fyrir hönd aðildarfélaga. Í starfinu felst einnig þátttaka í undirbúningi stefnumótunar samtakanna í ýmsum málum og aðkoma að alþjóðlegu samstarfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  •  Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  •  Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku. Þekking á einu Norðurlandamáli er kostur.
  •  Sveigjanleiki, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  •  Nákvæmni, vandvirkni og metnaður
  •  Þekking á lagaumhverfi fjármálafyrirtækja þ.m. t.  vátryggingafélaga er kostur
  •  Þekking á samkeppnisrétti er kostur
  •  Starfsreynsla úr fjármálafyrirtæki þ.m.t. vátryggingafélagi, stjórnsýslu eða á öðrum vettvangi sem nýtist í starfi er kostur
  • Framhaldsnám sem nýtist í starfi er kostur

Upplýsingar veitir Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF s. 591-0400.

Umsóknir berist á skrifstofu SFF í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 Reykjavík eða í tölvupósti á jona@sff.is.

Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.

SFF eru heildarsamtök fjármálafyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög samtakanna eru 27 talsins. Tilgangur og meginverkefni samtakanna er að vera málsvari fjármálafyrirtækja og stuðla  að því að starfskilyrði þeirra séu samkeppnishæf.  SFF eru málsvari aðildarfélaga samtakanna gagnvart stjórnvöldum, eftirlitsstofnunum, almenningi og atvinnulífi og aðstoða þau við að byggja upp heilbrigt og traust fjármálakerfi. SFF eiga aðild að bæði Evrópsku bankasamtökunum (EBF) og Samtökum evrópskra tryggingarfélaga (IE). Hjá SFF starfa sex starfsmenn sem búa yfir margvíslegri sérfræðiþekkingu.