SFF-dagurinn vel sóttur

30. nóvember 2015

Ríflega 200 manns sóttu SFF-daginn sem fram fór í Arion banka á fimmtudag. Ráðstefnan var helguð þeirri umbyltingu á stafrænni tækni sem er að eiga sér stað í heiminum og hvaða áhrif hún hefur á stöðu fjármálafyrirtækja. Til að varpa ljósi á stöðu mála fluttu tveir erlendir sérfræðingar erindi og svo fóru fram pallborðsumræður með fulltrúum atvinnulífsins um tækifæri og áskoranir stafrænu byltingarinnar.

Glærurnar með erindum fyrirlesaranna eru aðgengilegar á heimasíðu SFF. Hér má nálgast glærur Henrik Andersson, sérfræðings hjá McKinsey en erindi hans heitir Go Digital or Die: Financial Services are Transforming. Hér má svo finna glærurnar með erindi Rob Galaski, yfirmanns stefnumótunar fjármálafyrirtækja hjá Deloitte í Kanada. Erindi hans nefnist heitir Disruptive Innovation in Financial Services.

Auk þeirra ávörpuðu Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, og Steinþór Pálsson, stjórnarformaður SFF, fundinn. Ræðu ráðherra má nálgast hér og hér má finna nánari umfjöllun um ræðu Steinþórs en ræðan er aðgengileg hér í heild sinni.

Í lok ráðstefnunnar fóru fram pallborðsumræður sem Bryndis Alexandersdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Meniga, stýrði. Það voru þau Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka, Elísabet Halldórsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Icelandair, Erna Ýr Öldudóttir, vörustjóri hjá Novomatic, Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania og Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, sem tóku þátt í umræðunum.

Upptökur af fundinum verða aðgengilegar á vef SFF innan skamms. Ársrit SFF 2015 kom út í tengslum við SFF-daginn en það má nálgast hér.