SFF dagurinn: Sterkt fjármálakerfi - öflugt atvinnulíf

18. október 2011

SFF dagurinn var haldinn föstudaginn 14. október undir yfirskriftinni Sterkt fjármálakerfi –öflugt atvinnulíf. Ráðstefnan var afar vel sótt, um 150 manns mættu.

Ræðumenn á ráðstefnunni voru Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra, Angela Knight framkvæmdastjóri bresku bankasamtakanna og Birna Einarsdóttir, formaður SFF. Einnig fóru fram fjörugar pallborðsumræður þar sem Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Flugfélags Íslands, Helga Valfells framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs, Hjörleifur Pálsson fjármálastjóri Össurar og Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarformaður Já ræddu málin undir handleiðslu fundarstjóra sem var að þessu sinni Þóra Arnardóttir fjölmiðlakona.

Hér má nálgast ársrit SFF sem kom út í tilefni fundarins.

Hér má nálgast upptöku af pallborðsumræðunum.