SFF-dagurinn: Leikreglur til framtíðar

01. nóvember 2012

Frá SFF-deginum í fyrra.

SFF-dagurinn er haldinn í dag undir yfirskriftinni Leikreglur til framtíðar og verður hann helgaður þeim breytingum sem hafa verið gerðar og eru í burðarliðnum á regluverki fjármálamarkaðar beggja vegna Atlantsála.  Fundurinn fer fram í stóra sal Arion banka og hefst klukkan 14:30 og stendur hann til 16:30. SFF efna til móttöku að fundi loknum.

Ræðumenn á fundinum eru Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, Guido Ravoet, framkvæmdastjóri Evrópsku Bankasamtakanna, Höskuldur H. Ólafsson, formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja, Olav Jones, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópsku tryggingarsamtakana og Jón Sigurðasson meðlimur G3-sérfræðingahópsins. Fundarstjórn verður í höndum Sigrún Rögnu Ólafsdóttir, forstjóra VÍS.