Samruni Byrs við Íslandsbanka samþykktur

18. október 2011

Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki sitt fyrir samruna Byrs hf. og Íslandsbanka hf. á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki en Fjármálaeftirlitið hefur haft beiðni þessa efnis til skoðunar ásamt tilheyrandi gögnum frá því í júlí á þessu ári. Þar sem samrunaferli Byrs hf. og Íslandsbanka hf. er ólokið er samþykki Fjármálaeftirlitsins háð þeim fyrirvara að samrunaferlið verði í samræmi við lög um hlutafélög.

Athugun Fjármálaeftirlitsins þegar um samruna fjármálafyrirtækja er að ræða beinist að því að kanna hvort ákvörðun um fyrirhugaðan samruna sé í samræmi við lög. Kannað er hvort starfsemin eftir fyrirhugaðan samruna uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrir starfsleyfi ásamt því að uppfylla önnur skilyrði laga og reglna um fjármálafyrirtæki. Að auki er gengið úr skugga um að starfsemin sé heilbrigð og traust að öðru leyti.

Það er mat Fjármálaeftirlitsins með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum að Íslandsbanki hf. muni að samruna loknum uppfylla skilyrði starfsleyfis samkvæmt II. kafla laga nr. 161/2002, ásamt öðrum skilyrðum laga og reglna um fjármálafyrirtæki, að teknu tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs