Samkomulag um sértæka skuldaaðlögun eflt

13. desember 2011

Þeir bankar og spairsjóðir sem eru aðilar að samkomulaginu um sértæka skuldaaðlögun frá 22. desember 2010, undirrituðu í gær viðauka um samkomulagið sem kveður á um bætt aðgengi að úrræðinu. Viðaukinn felur í sér að viðkomandi fjármálafyrirtæki birti á heimasíðum sínum umsókn um sértæka skuldaaðlögun. Þá kveður viðaukinn á um að ef umsókn sé hafnað muni bankinn eða sparisjóðurinn rökstyðja niðurstöðu sína í skriflegu svari til umsækjanda eða honum leiðbeint um vægari úrræði sem bankinn telji að dugi í stað sértækrar skuldaaðlögunar. Viðkomandi bankar og sparisjóðir munu starfa eftir viðkomandi verklagi frá og með áramótum. Efni viðaukans er í samræmi við ábendingar eftirlitsnefndar um sértæka skuldaaðlögun. Viðaukann í heild sinni má finna hér.