Samkeppniseftirlitið framlengir heimild

22. janúar 2013

Samkeppniseftirlitið hefur framlengt um sex mánuði heimild fjármálafyrirtækja og annarra kröfuhafa til að eiga með sér samstarf til að vinna úr umsóknum um sértækrar skuldaðalögun. Gildir heimildin fram 30. júní næstkomandi. Um er að ræða sérstakan samstarfsvettvang kröfuhafa vegna úrræðisins sem er ætlað heimilum í alvarlegum skuldavanda og tilgangur þess að þau geti fengið skilvirka og varanlega lausn, þar sem skuldir og eignir eru lagaðar að greiðslugetu. Nauðsynlegt þykir að starfrækja þennan vettvang til að tryggja jafnræði skuldara við úrvinnslu mála. Úrræðið byggir á lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja. 

Umsókarfrestur um sértæka skuldaaðlögun rann út um síðastliðin áramót en fyrir liggur að vinna þarf úr þeim umsóknum sem bárust fyrir þann tíma.

Aðilar að samstarfsvettvangnum  eru fjármálafyrirtæki á einstaklingslánamarkaði, Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir, slitastjórn SPRON og slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans.

Bréf Samkeppniseftirlitsins um ákvörðunina má finna hér.