Samanburður á stefnumótun

13. nóvember 2012

Í ársskýrslu SFF 2012 er að finna yfirgripsmikla töflu sem sýnir samanburð á stefnumótun Evrópusambandsins, Bretlands og Bandaríkjanna á starfsumhverfi fjármálastofnana á undanförnum árum. Taflan er unnin upp úr gögnum frá bresku lögfræðistofunni Linklaters en hún gerði fyrir skemmstu samanburð á þeim tillögum sem er að finna í Vickers-skýrslunni sem gerð var á ósk breskra stjórnvalda, Liikanen-skýrslunni sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn ESB og Dodd-Frank-lagabálknum sem samþykktur var í Bandaríkjunum auk annarra tillagna um breytinga á regluverki fjármálamarkaða beggja vegna Atlantsála. Taflan er aðgengileg í gagnasafni SFF og má nálgasta hana hér.