Ræktun eða rányrkja?

02. nóvember 2012

Föstudaginn 9. nóvember efna Samtök atvinnulífsins til opins fundar um skattamál atvinnulífsins. Yfirskrift fundarins er „Skattstofnar atvinnulífsins – ræktun eða rányrkja?“ en frummælendur eru valinkunnir stjórnendur og munu þær fjalla um þau tækifæri sem hægt er að nýta með því að bæta skattkerfið.

Á fundinum verða einnig lagðar fram tillögur SA að breytingum á kerfinu á næstu fjórum árum sem miða að því að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör landsmanna.

Fundurinn fer fram í Silfurbergi á 2. hæð í Hörpu kl. 8.30-10.

Fundarmenn verða að skrá þátttöku hér. Dagskrá fundarins er aðgengileg hér.