Ráðstefna um verkefnin framundan í fjártækni

20. september 2019

Þriðjudaginn 8. október munu Fjártækniklasinn og Samtök fjármálafyrirtækja standa fyrir málþingi í Silfurbergi í Hörpu undir yfirskriftinni Áskoranir og ávextir í augnhæð – næstu verkefni í fjártækni.
 
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, setur ráðstefnuna og í kjölfarið taka við fyrirlesarar sem eru í fremstu víglínu framþróunar fjártækni og fjármálaþjónustu hér á landi og varpa ljósi á helstu verkefnin fram undan. Fundarstjóri verður Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Ráðstefnan stendur frá 9-12 þann 8. október. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.
 
Fyrirlestrarnir verða stuttir og snarpir, þannig að ráðstefnan er góður vettvangur til að kynnast næstu verkefnum í fjártækni á skemmtilegan hátt.