Ráðstefna um vátryggingasvik

16. september 2011

Ráðstefna SFF um vátryggingasvik fór fram á Nauthóli í gær. Mjög góð þátttaka var, um 100 manns mættu á ráðstefnuna þar sem fjórir norskir sérfræðingar héldu athyglisverð erindi um reynslu af vátryggingasvikum og aðferðir þar í landi til að sporna við þeim. Guðjón Rúnarsson framkvæmdarstjóri SFF opnaði ráðstefnuna og  var fundarstjórn í höndum Ólafar Lúthers Einarssonar lögmanns hjá Vátryggingafélagi Íslands.
Frummælendur ráðstefnunnar sem komu frá Noregi eru:

Hans-Jacob Anonsen, sérfræðingur í vátryggingasvikum hjá Finansnæringens Fellesorganisasjon (FNO) sem eru systursamtök SFF í Noregi.

Lise Karlsen, lögfræðingur og sérfræðingur í vátryggingasvikum hjá líftryggingafélaginu Storebrand í Noregi.

Jørgen Brodal, yfirsaksóknari efnahags- og umhverfisbrotadeildar lögreglunnar í Osló.

Sverre Lindahl, sérfræðingur frá Arbeids- og velferdsetaten  sem er Tryggingastofnun ríkisins í Noregi.

Í kjölfar erindanna fóru fram fjörugar pallborðsumræður, þátttakendur þar auk frummælenda voru þau Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri við höfuðborgarlögreglu, Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Ómar Þorgils Pálsson frá Aðstoð og Öryggi