Ráðstefna um varnir gegn peningaþvætti

22. nóvember 2012

SFF ásamt Arion banka standa fyrir ráðstefnu um varnir gegn peningaþvætti fimmtudaginn 29. nóvember. Meðal fyrirlesara verða Hans-Jacob Anonsen, sérfræðingur í vörnum gegn peningaþvætti hjá systursamtökum SFF í Noregi, Rune Grundekjøn, sérfræðingur í norska fjármálaeftirlitinu og Tor Ivar Mysen, sérfræðingur í efnahagsbortum og vörnun gegn peningavætti hjá DNB banka í Noregi.   Auk þeirra munu þau Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn og Logi Kjartansson, lögfræðingur á peningaþvættisskrifstofu Ríkislögreglustjóra flytja erindi á ráðstefnunni.

Ráðstefnan fer fram í Arion banka og hefst klukkan 13:00 og lýkur 16:00.

Ráðstefnan er öllum opin en skrá þarf þátttöku með því að senda póst á sff@sff.is