Ráðstefna um ungt fólk og lánamarkaðinn

18. mars 2019

SFF standa fyrir ráðstefnu ásamt umboðsmanni skuldara um ungt fólk og lánamarkaðinn á Grand Hótel þann 25. mars. Tilefni ráðstefnunnar er meðal annars að á undanförnum misserum hefur ungu fólki sem hefur þurft að leita til umboðsmanns skuldara fjölgað umtalsvert. Á sama tíma á sér stað aukin sjálfvirknivæðing í lánastarfsemi sem er alþjóðleg þróun en ekki séríslensk. Á ráðstefnunni verður m.a. tekið til umfjöllunar hvernig best er hægt að tryggja að ungt fólk kunni fótum sínum forráð í þessu nýja umhverfi fjármálanna.
 
Einnig verður tekin til umfjöllunar nýleg skýrsla stjórnvalda um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja. Skýrslan mælir fyrir úrbótum á starfsumhverfi smálánafyrirtækja til þess að tryggja stöðu neytenda gagnvart þeim enn frekar. SFF áttu fulltrúa í nefndinni sem gerði skýrsluna fyrir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Lagði hann meðal annars áherslu á í starfinu að tryggt yrði að nauðsynlegar úrbætur á löggjöf um smálánafyrirtæki takmörkuðu ekki þá nýsköpun sem er að verða á lánamarkaði með til komu fjártækninnar.

Dagskrá

Jóna Björk Guðnadóttir yfirlögfræðingur SFF setur fundinnÁvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherraStarfsumhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi – Hákon Stefánsson formaður starfshóps um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja.Unga fólkið og skyndilán - Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldaraNúlán, rótgróin vara í nýjum búningi? – Bernhard Bernhardsson, sviðsstjóri vöruþróunar, verðlagningar og stafrænnar framtíðar hjá Arion bankaStafræn útlán – Valgerður Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Framtíðarinnar


Að loknum erindum verða pallborðsumræður. Við pallborðið sitja:

Hákon Stefánsson – formaður starfshóps um starfsumhverfi smálánafyrirtækja
Ásta Sigrún Helgadóttir - umboðsmaður skuldara
Bernhard Bernhardsson – Arion banki
Valgerður Halldórsdóttir – framkvæmdastjóri Framtíðarinnar
Breki Karlsson – formaður Neytendasamtakanna
Þórunn Anna Árnadóttir – sviðsstjóri hjá Neytendastofu


 

Pallborðsumræðum stýrir Kristín Lúðvíksdóttir verkefnisstjóri fjármálafræðslu hjá SFF.
Fundarstjóri: Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.