Ný neysluviðmið Umboðsmanns skuldara

08. maí 2012

Þann 3. apríl sl. tók umboðsmaður skuldara í notkun ný neysluviðmið sem byggja á neysluviðmiði sem velferðarráðuneytið gaf út í febrúar 2011. Í samkomulagi um verklagsreglur í sértækri skuldaaðlögun sem var undirritað þann 22. desember 2010 kemur fram í 10. gr. að við mat á greiðslugetu skal taka mið af áætluðum framfærslukostnaði samkvæmt viðmiðunartölum embættis umboðsmanns skuldara að viðbættu 50% álagi. Álagið tekur mið af þeim viðmiðunartölum sem eru í gildi við undirritun samkomulagsins og getur tekið breytingum ef viðmiðunartölurnar breytast.

Þar sem að nýju neysluviðmiðin byggja á ólíkum grunni en þau eldri hafa kröfuhafar tekið ákvörðun  um að áfram verður í sértækri skuldaaðlögun miðað við þau framfærsluviðmið sem í gildi voru við undirritun samkomulagsins að viðbættu 50 % álagi. Er það mat kröfuhafa að með því sé jafnræði viðskiptavina tryggt og komið í veg fyrir tafir í afgreiðslu mála í skuldaaðlögun.  Tekið skal fram að eldri viðmið umboðsmanns skuldara að viðbættu 50% álagi eru hærri en ný viðmið umboðsmanns skuldara.

Eldri neyðsluviðmið Umboðsmanns skuldara má nálgast hér.