Niðurfærsla lána heimilanna 172,6 milljarðar í lok september

10. nóvember 2011

Lán heimila höfðu í lok september 2011 verið færð niður um 172,6 milljarða króna frá efnahagshruni. Til samanburðar nam niðurfærslan tæpum 144 milljörðum króna í lok júlímánaðar. Í september nam niðurfærsla fasteignalána rúmum níu milljörðum króna samkvæmt upplýsingum sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa aflað meðal aðildarfélaga sinna, hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Niðurfærsla fasteignalána í mánuðinum nam 4,5 milljörðum króna vegna 110% leiðarinnar,  um 4 milljörðum króna vegna endurútreiknings og hálfur milljarður króna er til kominn vegna sértækrar skuldaaðlögunar

 

Til viðbótar þeirri niðurfærslu sem rakin er hér að ofan, hafa einstök fjármálafyrirtæki boðið upp á önnur úrræði sem lækkað hafa eftirstöðvar skulda viðskiptavina þeirra. 

 

 

Um 75% mála í 110% leiðinni höfðu verið afgreidd í lok september

 

Í lok september lá fyrir að heildarfjöldi umsókna um 110% leiðina var ríflega 16 þúsund, til banka Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða. Þar af voru um 1.500 mál afgreidd fyrir 1. desember 2010 á grundvelli hliðstæðs úrræðis sem einstök fjármálafyrirtæki buðu. Niðurfærsla samkvæmt  110% leiðinni nam um 4,5 milljörðum króna í september og nemur nú samtals tæpum 31,7 milljörðum króna frá bankahruni. Þann 1. október voru enn ríflega 4.300 mál í vinnslu í 110% leiðinni, langstærstur hluti þeirra hjá ÍLS eða 2.674 mál. Sjóðurinn hafði samþykkt 1.324 erindi og hafnað 1.634. Niðurfærsla ÍLS vegna þessa úrræðis nam í lok september rúmum 3,6 milljörðum króna. Lífeyrissjóðir höfðu í lok september samþykkt 73 umsóknir og hafnað 238 af 407. Niðurfærsla hjá lífeyrissjóðum vegna 110% leiðar nam í lok september tæpum 200 milljónum króna. Ljóst er að niðurfærsla á lánum vegna þessa úrræðis á enn eftir að hækka verulega.

 

Um 1.400 heimili höfðu sótt um sértæka skuldaaðlögun í lok september. Samþykktar höfðu verið ríflega 750 umsóknir en rúmlega 90 verið hafnað, auk þess sem um 550  mál voru enn í vinnslu. Heildarniðurfærsla vegna þessa úrræðis, miðað við septemberlok, er rúmir 6 milljarðar króna.

 

Tugþúsundir lána endurútreiknuð

 

Fjármálafyrirtækin hafa lokið endurútreikningi rúmlega 70 þúsund gengistryggðra lána. Þar af eru rúmlega 13 þúsund fasteignalán og rúm 57 þúsund lán vegna bifreiðaviðskipta. Heildarniðurfærsla fasteignaveðlána vegna endurútreiknings var í lok september rúmir 96 milljarðar króna. Lán vegna bifreiðaviðskipta hafa verið færð niður um 38,5 milljarða króna við endurútreikning.

 

Hafa ber í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar að lántakar kunna í sumum tilvikum að hafa nýtt sér fleiri en eitt af þeim úrræðum sem staðið hafa til boða.

 

 


      
  Samandregin skýrsla um skuldaaðlögun heimila   
            
    Staða miðað við lok september  2011     
            
   UmsóknirSamþykktarHafnaðÍ vinnsluNiðurfærsla m.kr. Niðurfærsla í lok júlíNiðurfærsla í lok ágúst 
 1)110% leið samtals16.0919.3632.4284.30031.668 18.65127.192 
    a) 110% leið skv. samkomulagi 3. des 201014.5817.8532.4284.30021.804    
    b) 110% leið, 2010, fyrir 3. des. 20101.5101.510009.864    
  Þar af Íbúðalánasjóður5.6321.3241.6342.6743.635    
  Þar af lífeyrissjóðir4077323896198    
            
   UmsóknirSamþykktarHafnaðÍ vinnsluNiðurfærsla m.kr.    
 2)Sértæk skuldaaðlögun1.401757925526.074 5.5735.585 
            
            
   LánLokiðÍ vinnsluHeimiliNiðurfærsla m.kr.    
 3)Endurútreikningur gengistryggðra lána         
      Íbúðalán13.02212.3856377.45896.428 78.99892.417 
      Lán vegna vegna bifreiðaviðskipta57.28057.2196141.80138.500 40.64838.440 
            
                Lok ársins 2010 Lok september   2011     
   Fjöldi lánaFjöldi heimilaFjöldi lánaFjöldi heimilaEftirst.lána lok sept. m.kr.    
 4)Lán í óreglulegum greiðslum (frystingar)7.5874.6754.6263.08553.335    
            
   Fjöldi málaSamþykktarHafnaðÍ vinnsluÍ m.kr.    
  Niðurfærslur og endurútreikningur alls87.79479.7242.5205.550172.670 143.870163.634