Niðurfærsla lána einstaklinga orðin 163,6 milljarðar í lok ágúst

14. október 2011

Lán heimila höfðu í lok ágúst 2011 verið færð niður um 163,6 milljarða króna frá bankahruni. Í ágúst nam niðurfærsla húsnæðislána rétt tæpum 22 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa aflað meðal aðildarfélaga sinna, hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Í lok júlí nam niðurfærslan 141,9 milljörðum króna. Í þeim tölum sem SFF sendi frá sér síðast var niðurfærsla vegna endurútreiknaðra bílalána ofmetin um rúma tvo milljarða króna. Þetta hefur nú verið leiðrétt en það hefur ekki áhrif á heildartöluna. Niðurfærslur húsnæðislána í ágúst námu 8,6 milljörðum vegna 110% leiðarinnar og um 13,4 milljörðum vegna endurútreiknings.

Til viðbótar þeirri niðurfærslu sem átt hefur sér stað með 110% aðlögun húsnæðislána, sértækri skuldaaðlögun og endurreikningi á ólögmætum gengistryggðum húsnæðislánum til einstaklinga, hafa fjármálafyrirtæki boðið upp á önnur úrræði sem lækkað hafa eftirstöðvar skulda viðskiptavina þeirra. Sumir bankar hafa endurgreitt hluta vaxta og aðrir veitt vaxtaafslátt við endurfjármögnun lána til að koma til móts við viðskiptavini. Þær tölur eru ekki hluti ofangreindrar heildartölu.

Enn eru 6.191 mál í vinnslu – flest hjá Íbúðalánasjóði

Í ágúst voru skráðar ríflega 2000 nýjar umsóknir til banka, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða um hina svokölluðu 110% leið. Samtals hafa borist 15.600 umsóknir um 110% leiðina þar af voru um 1500 mál afgreitt fyrir 1. desember 2010 á grundvelli hliðstæðs úrræðis sem einstakar fjármálstofnanir buðu. Niðurfærsla samkvæmt þessu úrræði nam um 8,6 milljarða króna í mánuðinum og nemur nú samtals 27,2 milljörðum. Enn eru ríflega 5000 mál í vinnslu í 110% leiðinni, langstærstur hluti þeirra hjá ÍLS eða 3.344 mál. Sjóðurinn hefur samþykkt 1.065 erindi og hafnað 914. Niðurfærsla ÍLS vegna þessa úrræðis nam í lok ágúst rétt innan við þremur milljörðum. Lífeyrissjóðir hafa hafnað 275 beiðnum af 465. Samþykktar beiðnir eru 80 og niðurfærsla nemur 214 milljónum. Ljóst er að niðurfærsla á lánum vegna þessa úrræðis á eftir að hækka verulega hjá þessum lánveitendum.

Tæplega 1.400 heimili hafa sótt um sértæka skuldaaðlögun. Samþykktar hafa verið ríflega 700 umsóknir en tæplega 90 verið hafnað, auk þess sem um 600 mál eru enn í vinnslu. Heildarniðurfærsla vegna þessa úrræðis, miðað við ágústlok, er tæpir 5,6 milljarðar króna.

Fjármálafyrirtækin hafa lokið endurútreikningi 70 þúsund gengistryggðra lána. Þar af eru rúmlega 12.700 fasteignalán og rúm 57.000 lán vegna bifreiðaviðskipta. Heildarniðurfærsla fasteignaveðlána

vegna endurútreiknings var í lok ágúst rúmir 92 milljarðar króna. Lán vegna bifreiðaviðskipta hafa verið færð niður um 38,4 milljarða við endurútreikning.

Hafa ber í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar að lántakar kunna í sumum tilvikum að hafa nýtt sér fleiri en eitt af þeim úrræðum sem staðið hafa til boða.

 

Öll fjármálafyrirtæki, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir

Samandregin skýrsla um skuldaaðlögun heimila

Staða miðað við lok ágúst 2011

Fjárhæð niður-

Umsóknir

Samþykktar

Hafnað

Í vinnslu

færslu, m.kr.

1)

110% leið

15.591

8.556

2.005

5.030

27.192

Þar af fjármálafyrirtæki

9.803

7.411

816

1.576

24.005

Þar af ÍLS

5.323

1.065

914

3.344

2.973

Þar af lífeyrissjóðir

465

80

275

110

214

Fjárhæð niður-

Umsóknir

Samþykktar

Hafnað

Í vinnslu

færslu, m.kr.

2)

Sértæk skuldaaðlögun (hugsanleg tvítalning)

1372

714

87

571

5.585

Lán sem

Endurútreikn

Endurútreikn

Fjöldi

Fjárhæð niður-

falla undir

lokið

í vinnslu

heimila

færslu, m.kr.

3)

Endurútreikningur gengistryggðra lána

endurútr.

Íbúðalán

12.738

12.209

529

9.865

92.417

Lán vegna vegna bifreiðaviðskipta

57.268

57.207

61

49.029

38.440

Fjárhæð niður-

Fj. Umsókn.

Samþykktar

Hafnað

Í vinnslu

færslu alls m.kr

Alls 110% + sértæk + endurútreikningur

86.969

78.686

2.092

6.191

163.634