Námskeið í regluvörslu - skráning stendur yfir

03. janúar 2013

Samtök fjármálafyrirtækja standa fyrir námskeiði um regluvörslu og varnir gegn peningaþvætti og efnahagsbrotum dagana 29.  – 31. janúar. Námskeiðið er haldið í samstarfi við The Securities Houses Compliance Officers Group sem eru samtök regluvarða í Bretlandi, en um hundrað alþjóðlegir bankar eiga aðild að samtökunum.  Peter Haines, sem hefur áratuga reynslu af eftirlitsstörfum og regluvörslu í fjármálafyrirtækjum í þrem heimsálfum mun hafa umsjón með námskeiðinu.Skráning í námskeiðið stendur nú yfir en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig með tölvupósti á netfangið sff@sff.is fyrir 8. janúar. Frekari upplýsingar um skráningu og námskeiðið má finna hér.