Mikill áhugi á vörnum gegn peningaþvætti

30. nóvember 2012

Ráðstefnan var vel sótt.

Ráðstefna SFF og Arion banka um varnir gegn peningaþvætti tókst mjög vel. Ríflega 100 manns úr aðildarfélögum SFF, stjórnsýslunni og öðrum geirum sem eiga hagsmuni að gæta sóttu fundinn og var aðsókn mun meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Auk erinda frá forstjóra Fjármálaeftirlitsins og sérfræðingum Ríkislögreglustjóra um varnir gegn peningaþvætti fóru þrír norskir sérfræðingar yfir hvað norsk stjórnvöld og þarlend fjármálafyrirtæki hafa verið að gera til að spyrna fæti gegn peningaþvætti.


Erindi ræðumanna eru aðgengileg í  gagnasafni SFF. Hér má finna ávarp Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra SFF. Að loknu erindi hans fjallaði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, um áherslur stofnunarinnar í baráttunni gegn peningaþvætti. Hans-Jacob Anonsen er sérfræðingur FNO, systursamtaka SFF í Noregi, í vörnum gegn peningaþvætti og fjallaði erindi hans um samstarf ríkis og einkaaðila í þeim efnum. Erindi Rune Grundekjön  frá norska fjármálaeftirlitinu fjallaði svo um skilvirkar leiðir til að verjast peningaþvætti. Í erindi Tor Ivar Mysen, sérfræðings DNB bank í efnahagsbrotum, var farið yfir með hvaða hætti bankinn skipuleggur sitt kerfi til að verjast peningaþvætti og hvernig bankinn sér fyrir sér að haga þessum málum í framtíðinni. Að lokum fluttu svo Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn, og Logi Kjartansson, lögfræðingur, erindi um starfsemi peningaþvættis skrifstofu ríkislögreglustjóra. Erindi Óskars má nálgast hér og erindi Loga hér.