Mikill áhugi á skýrslu um verðtryggingu

10. september 2012

Frá kynningarfundinum um verðtryggingarskýrsluna

Tæplega hundrað manns sóttu kynningarfund Samtaka fjármálafyrirtækja á nýrri skýrslu um verðtryggingu sem unnin var að ósk samtakanna. Skýrslan ber nafnið Nauðsyn eða val – verðtrygging, vextir og verðbólga á Íslandi.  Formaður SFF, Höskuldur H. Ólafsson, opnaði fundinn sagði það von stjórnar SFF að skýrslan geti verið gagnlegur leiðarvísir í átt að raunhæfum leiðum til þess að mæta vaxandi eftirspurn eftir fjölbreyttari lánaformum á fjármálamarkaði.  Á fundinum kynntu höfundarnir Ásgeir Jónsson, Sigurður Jóhannesson og Valdimar Ármann efni skýrslunnar og svöruðu fyrirspurnum úr sal.  Fundarstjóri var Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Miklar umræður voru á fundinum um tillögur skýrsluhöfunda og álitamál sem tengjast verðtryggingunni.


Skýrsluna má nálgast hér.

Glærur skýrsluhöfunda :

Erindi Ásgeirs Jónssonar

Erindi Valdimars Ármann

Erindi Sigurðar Jóhannessonar