Margrét til liðs við SFF

27. maí 2019

Margrét Arnheiður Jónsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðinn til Samtaka fjármálafyrirtækja. Margrét útskrifaðist sem Cand. Jur frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og lauk prófi í verðbréfamiðlun árið 2013.  Margrét hefur reynslu af vátryggingastarfsemi og regluvörslu en hún starfaði sem lögfræðingur á skrifstofu forstjóra VÍS og við regluvörslu fyrir félagið frá árinu 2011 til ársins 2018. Margrét starfaði auk þess  við lögfræðistörf í stjórnsýslunni frá útskrift og þar til hún hóf störf fyrir VÍS.

Samtök fjármálafyrirtækja eru heildarsamtök fjármálafyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög SFF eru viðskiptabankar, fjárfestingarbankar, sparisjóðir, tryggingafélög, verðbréfafyrirtæki, eignaleigur og kortafélög. Tilgangur og meginverkefni samtakanna eru að vera málsvari fjármálafyrirtækja í hagsmunamálum þeirra og stuðla  að því að starfskilyrði þeirra séu samkeppnishæf.