Lánasjóður sveitarfélaga fær aðild að SFF

03. desember 2009

Stjórn SFF hefur staðfest aðild Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. að Samtökum fjármálafyrirtækja. Með aðild að SFF verður Lánasjóður sveitafélaga einnig beinn aðili að Samtökum atvinnulífsins. Lánasjóður sveitafélaga er með aðsetur að Borgartúni 30 og framkvæmdastjóri hans er Óttar Guðjónsson. Lánasjóður sveitarfélaga er lánafyrirtæki sem hefur það meginhlutverk að tryggja íslenskum sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé með veitingu lána eða ábyrgða.

SFF bjóða nýtt aðildarfélag velkomið