Kerfislæg áhætta tryggingafélaga sögð minni en banka

11. desember 2012

Stærstu tryggingarfélög heims eru ekki jafn kerfislega mikilvæg fyrir fjármálakerfi Vesturlanda og stærstu bankar heims. Tryggingarfélögin reiða sig ekki á skammtímafjármögnun í sama mæli og stærstu bankarnir og þau eru ekki jafn samofinn öðrum fjármálafyrirtækjum samkvæmt úttekt Genfar-samtakanna (e. Geneva Association) á kerfislægum áhæuttþáttum stórra banka annarsvegar og tryggingafélaga hinsvegar.

Genfar-samtaökin, sem er rannsóknarstofnun sem níutíu stærstu tryggingafélög heims eiga aðild að, kynntu niðurstöður úttektarinnar í dag . Úttektinni er ætlað að vera  innlegg í umræðuna um hvort að rétt sé að sömu kröfur verði gerðar til stórra tryggingarfélaga og stórra alþjóðlegra banka sem eru taldir vera kerfislega mikilvægir fyrir fjármálamarkaði.

Í úttektinni kemur meðal annars fram að eignasöfn stærstu tryggingarfélaganna séu að jafnaði minni en eignasöfn stærstu bankanna og að efnahagsreikningur þeirra fyrrnefndu geti síður skapað kerfislæga áhættu í fjármálakerfum. Einnig sýnir hún að tryggingafélögin gefa út minna að skuldatryggingum og að verðmæti afleiðna á þeirra bókum sé umtalsvert minni en hjá stærstu bönkunum. Þá reiða trygingafélögin sig síður á skammtímafjármögnun samanborið bankanna.

Úttekt Genfar-samtakanna á kerfislægum áhættuþáttum stórra banka og tryggingafélaga má nálgast hér.