Hvernig ætla þau að örva atvinnulífið?

17. apríl 2013

Samtök atvinnulífsins efna til opins umræðufundar í Hörpu fimmtudaginn 18. apríl kl. 8.30-10 þar sem formenn Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins sitja fyrir svörum í 90 mínútur um hvernig flokkarnir ætla að örva atvinnulífið á næstu árum.

Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svara lykilspurningum um stöðugleika, skatta, fjárfestingar og peningastefnu.

Björgólfur Jóhannsson, formaður SA setur fundinn og umræðum stýrir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Fundurinn fer fram í Silfurbergi og er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA.

Sjá nánar