Hvað hefur breyst? Skráning á ráðstefnuna

12. september 2016

Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnu um breytingar á regluverki fjármálamarkaða á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum.

Í tilefni útgáfu skýrslunnar Hvað hefur breyst munu SFF standa fyrir ráðstefnu miðvikudaginn 14. september sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan hefst 8:30 og stendur til 10:15. Á ráðstefnunni verður skýrslan kynnt auk þess sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer yfir sýn sína á þróun mála. Ráðstefnan endar með pallborðsumræðum.

Dagskrá

Setning
Birna Einarsdóttir formaður stjórnar SFF

 
Hvað hefur breyst?
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og einn höfunda kynnir efni skýrslunnar.

 
Ávarp fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

 
Pallborðsumræður
Þátttakendur: Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar HÍ, Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður FME, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Pallborðsumræðum stjórnar Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins