Höskuldur formaður stjórnar SFF

27. apríl 2012

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var í dag kjörinn formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja á aðalfundi þeirra sem fór fram í dag. Höskuldur tekur við af Birnu Einarsdóttir, bankastjóra Íslandsbanka, sem hefur gengt stöðu stjórnarformanns undanfarin tvö ár.

Ný stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja var kosin á aðalfundinum. Í henni sitja auk Höskuldar og Birnu Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, Pétur Einarsson, forstjóri Straums, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, Sigurður Atli Jónsson,  forstjóri MP banka, Sigurður Viðarsson, forstjóri TM og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.