H.F Verðbréf og Stefnir til liðs við SFF

05. mars 2013

Á stjórnarfundi SFF sem fór fram föstudaginn 1. mars var umsókn tveggja fjármálafyrirtækja um aðild að samtökunum samþykkt. Þetta eru H.F Verðbréf hf., sem hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, og Stefnir hf., sem hefur starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða.  Með aðild H.F. Verðbréfa og Stefnis eru félögin sem standa að baki SFF orðin 35. H.F Verðbréf var stofnað árið 2003 og starfa nú ellefu manns hjá fyrirtækinu. Stefnir var stofnað 1996 og starfa átján manns hjá félaginu.